Samtöl atvinnulífsins

Umhverfismánuður atvinnulífsins - SVÞ - Hlutverk BYKO í umhverfismálum

Samtök atvinnulífsins Season 1 Episode 7

 Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ ræðir við Sigurð B. Pálsson forstjóra BYKO og Berglindi Ósk Ólafsdóttur, verkefnastjóra umhverfismála BYKO um hlutverk byggingarvöruverslunar í umhverfismálum. 

Í þættinum er farið vítt og breitt um það hvernig verslun eins og BYKO tekur umhverfismál föstum tökum með eftirtektarverðum hætti.  

  • Hvernig fer BYKO að því að koma umhverfisstefnu fyrirtækisins og metnaði þess í umhverfismálum til skila, bæði til starfsfólks og viðskiptavina? 
  • Hvaða tækifæri sjá þau til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í mannvirkjageiranum? Jafnframt ber hinn fræga plankastrekkjara úr gamalli BYKO auglýsingu á góma í viðtalinu. 

Þetta og meira til í snörpum 20 mínútna umræðuþætti. 

Í tengslum við Umhverfisdag atvinnulífsins er allur októbermánuður eyrnamerktur umhverfismálum og málefnum orkuskipta í fróðlegum 20 mínútna umræðuþáttum. Þættirnir eru sýndir á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 10:00 í Sjónvarpi atvinnulífsins og í Samtölum atvinnulífsins á helstu hlaðvarpsveitum.

Hér má sjá nánari dagskrá mánaðarins

https://sa.is/frettatengt/vidburdir/umhverfismanudur-atvinnulifsins-2021-dagskra

Samtöl atvinnulífsins:

https://open.spotify.com/show/39F79sVm5Hq4GpBBPTftDG?si=ff5831d3d5164543

sa.is